Greinar

Greinar

Hvað er jarðarhundrað?

Jarðardýrleiki Skrauthóla á Kjalarnesi var sagður vera 20 hundruð í upphafi 18. aldar, svo sem sjá má í jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Samkvæmt því mati áttu Skrauthólar að geta framfleytt 20 kúgildum á ársgrundvelli. Kippkorn frá Skrauthólum er jörðin Sjávarhólar. Í jarðabók Árna og Páls eru Sjávarhólar sagðir vera 10 hundruð að dýrleika en kotjarðir og hjáleigur voru gjarnan 6-10 hundruð að dýrleika. Höfuðból að fornu töldust vera þær jarðir sem metnar voru 60 hundruð eða meira að dýrleika. Brautarholt var verðmætasta jörðin á Kjalarnesi á þeim tíma sem jarðabók Árna og Páls var tekin saman, en hún var metin til 100 hundraða.

Hafa ber í huga að verðgildi jarða fór lækkandi eftir því sem nær dró nútímanum. Í elsta varðveitta heildarmati íslenskra fasteigna, sem er frá árinu 1684, eru jarðir á Íslandi metnar samtals til tæplega 88.500 hundraða.

Heimildir: Árni Magnússon og Páll Vídalín: Jarðabók Gullbringu- og Kjósarsýslu III. bindi. Reykjavík, 1982. bls. 350-353, 261-366; Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers. Lund, 1967; Einar Laxness: Íslandssaga A-Ö. I. bindi. 2. útgáfa. Reykjavík, 1998. bls. 212-213; Magnús Már Lárusson: „Hundrað“. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder VII. bindi. (Hovedstad-Judar). Reykjavík, 1967. bls. 83-87. 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica