Greinar

Greinar

Um verðmæti jarða

Hvað er jarðardýrleiki?

Mat á jörðu til dýrleika réðst af huglægu mati frekar en hlutlægu, þ.e. ekki var um að ræða hreint og klárt mat út frá stærð eða flatarmáli jarðarinnar. Margir þættir komu til álita þegar jarðadýrleikinn var ákvarðaður í öndverðu. Í því sambandi mætti nefna hlunnindi af ýmsu tagi. Hlunnindin gátu verið dúntekja, reki, lax- og silungsveiði, skógur og hrísrif til eldiviðar svo nokkuð sé nefnt. Einnig mætti nefna möguleika jarðar til torfristu og mótekju. Þá hafa gæði beitarlands sennilega skipt meira máli en einföld stærð beitarlandsins við mat á jörð til dýrleika. Víðátta engja og grasgefni þeirra hafa líka haft nokkuð að segja sem og gæði sumarbeitilands fyrir kvífénað, bæði til mjólkur og holda  og útbeit á vetrum. Dýrleiki jarðar var einnig skattstofn hennar. Hann  var stöðug og föst eining sem ekki mátti hrófla við án samþykkis yfirvalda. Landskuld og leigur tóku mið af dýrleikanum. Það er því að mörgu að hyggja þegar jarðardýrleiki er annars vegar og er það sem hér á undan er ritað engan veginn tæmandi skýring á hugtakinu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica